föstudagur, október 08, 2004

BUONA SERA

Já það eru þrír þreyttir ættliðir sem leggjast til svefns í kvöld enda var dagurinn tekin með trompi svona búðarlega séð. Að minnsta kosti hjá elsta ættliðnum sem fór hamförum í verslunarmiðstöðinni Fiumara. Við eyddum rúmum sex klukkustundum í að skoða allar búðirnar og amman tók sér góðan tíma í að velja jólagjafirnar og hún vildi sko klára þær allar í dag. Í sumum búðunum setti ég mig í hlutverk afgreiðsludömu og reyndi hvað ég gat að selja henni fötin því mamma var að niðurlotum komin. Að vísu voru teknar góðar matarpásur inni á milli.


Annars er búið að vera frábært að hafa mömmu og ömmu hérna, mér líður næstum bara eins og ég sé heima. Á afmælisdaginn minn fórum við ásamt hússystrum mínum og einum german outsider á frábæran veitingastað þar sem ég fékk mér steik með öllu tilheyrandi ekki seinna vænna eftir ofát af pasta og pizzum. Síðan fylgdum við mömmu og ömmu heim og héldum svo út á lífið á þessa sígildu staði Grigua og MILK. Allir sungu fyrir mig á Grigua og gáfu mér pakka, það hatar nú afmælisstelpan ekki! Í gær fórum við til Portofino og fengum æðislegt veður, þetta var algjör rólyndisferð enda nauðsynlegt sökum dagsins í dag.

Nú koma smá skilaboð til þeirra sem hafa verið að skrifa komment:

Freyr Karlsson, það leið næstum því yfir mig þegar ég fékk þessar hrikalegu fréttir að skyndibitakóngurinn mikli væri kominn í átak. Ef ég væri þú myndi ég velta þessu vel og vandlega fyrir mér áður en þú ferð að strengja einhvera heit!

Fanný og litli stubbur, munið bara að láta einhvern senda mér sms þegar lillinn skríður út – setja + á undan og 393473777001, er það skilið, Einar held að það sé best að þú takir þetta að þér.

Regína, kærar þakkir fyrir emailið, amma og mamma vildu hlusta á þetta aftur og aftur.

Sóley, takk fyrir kveðjuna, ertu viss um að þú sért með rétt símanúmer, það er hérna fyrir ofan.

Magga, ég er ekki að fíla að þú hafir gleymt afmælinu mínu, svona að minnsta kosti ekki á meðan ég kann alla kennitöluna þína!

Ollý, það er allt í lagi að þú sendir kveðju of seint, þú borgar mér þá bara aðeins meira um jólin.

Helga Dögg, innilega til hamingju með íbúðina, ég vil líka svona íbúð....geturðu bjargað því?

Erna ferna, ég fæ bara að hringja í þig ef þetta fer í hart hérna úti, þá mætir þú bara á svæðið og rúllar þessu liði upp.

Undraafi, ég fékk mér buxur, bol, tösku og rósarnælu fyrir peninginn frá þér, ég mun taka mynd af þessu og smella á netið við tækifæri

Takk fyrir mig;)
Linda

Engin ummæli: