föstudagur, október 01, 2004

Piccolinan í lífshættu?

Já það má með sanni segja að Piccolinan hafi verið nær dauða en lífi þegar hún var vakin klukkan 7 í morgun af sænsku stelpunum sem gleymdu algjörlega reglu nr. 1 að panica ekki og voru trylltar. Það hafði lekið vatn út um alla íbúðina út frá baðherberginu og stefni á tryllingshraða í átt að herberginu okkar Krunku. Við stukkum á fætur og þurftum að vaða 4 cm hátt vatn sem var út um allt. Þvottavélin hafði greinilega verið að þeytivinda um nóttina og hvolfdist fram af pallinum sem hún er á (heimskulegt af þessum Ítölum að hafa hana þar uppi á án þess að hafa öryggishlíf) og niður á gólfið með þeim afleiðingum að hún kipptist úr sambandi og vatnið spíttist á ógnarhraða út úr veggnum. Við hringdum strax í leigusalann hinn margumtalaða Cutri Cuccinotta og hann þurfti að bruna hingað í leigubíl. Á meðan byrjuðum við að þurrka vatnið upp, sem tók rúma tvo klukkutíma. Það voru tíu fullar fötur af vatni bara í herberginu hjá þeim sænsku og það er alls ekki stórt herbergi. Cutri var að sjálfsögðu ekkert alltof ánægður en þetta var algjört slys en hann kenndi okkur samt um það með því að segja að við hefðum sett of lítið í þvottavélina, getur maður einhvern tímann sett of lítið í vél? Ég bara spyr, hvað segir yfirþvottafólkið? Við vorum nb með 4 handklæði og eina frekar massíva mottu í vélinni. Hann sagði samt að auðvitað að svona gæti alltaf gerst en lét okkur samt líða illa út af því.

Eftir þennan skelfilega morgun leið okkur skandinavíubúunum svo illa að við ákváðum að skella okur IKEA (en þar líður okkur öllum eins og heima) og fá okkur sænskar Köttbollar (borið fram sjöttbollur) og góðan ís. Þarna splæsti maður líka á sig ballerínu kexi, remi, skumkantareller (svona bleikir nammisveppir) og BILAR sem er ótrúlega gott nammi. Eftir þessa yndislegu ferð okkar í IKEA lá leiðin aftur heim á Via Bianchetti. Þar áttum við ekki von á góðu, það hafði lekið niður í íbúðina á neðri hæðinni og margir veggir voru ónýtir út af vatni og rafmagnið hafði farið af. Veronica sem býr fyrir ofan okkur og er systir Cutri var tryllt og öskraði á Lísu og sagði að við værum hræðilegar manneskjur og hvort við gerðum okkur grein fyrir hversu miklum skaða við hefðum valdið og bla bla bla, maður er bara heppinn að skilja ítölskuna ekkert alltof vel þegar kemur að svona aðstæðum. Mig langaði samt svooooo að hella mér yfir hana.
Jæja hvað segja nú lögfræðivinir mínir yfir þessu. Er þetta á okkar ábyrgð eða algjörlega í höndum leigusalann? Mér finnst hann nú bera ansi mikla ábyrgð á því hvað hann setur þvottavélina. Annars veit ég ekki hvernig reglurnar eru hérna úti en við skulum ekki gleyma því að hann er með 400 evrur í tryggingafé frá okkur og ég ætla svo sannarlega að vona að hann taki ekkert af því, annars verða engar jólagjafir í ár!!

Annars til að gera gott úr öllu skellti ég mér í prufutíma í hip hop áðan. Þar tók ég góðan dans í staðinn fyrir KSÍ hófið sem er á morgun og ég ætla svo að vona að þið FRAMkonur standið við loforðin.....og þá sérstaklega adidas búðina því nú er engin Linda til að taka hana!!! Getið bætt pilsinu við til að gera þetta enn skemmtilegra:)

Og Álfrún ég er búin að fatta gaurinn, þú verður eiginlega bara að senda mér meil með díteils!

Piccolina kveður að sinni úr híbýlum flóðanna:)
Buon fine settimana!

Engin ummæli: