miðvikudagur, október 20, 2004

Í nótt dreymdi mig alveg ótrúlega fyndin draum. Ég var mætt í Baðhúsið að kenna body pump og þetta var nú ekkert venjulegt body pump, þetta var pump á ítölsku, hvað annað! Og það fyndna var að í tímann var mætt stórvinkona mín hún Amalía Björnsdóttir og ég fór eitthvað að segja frá því að ég hefði verið erasmus nemi á Ítalíu og þá sagði hún að hún væri sko ekki hrifin af þessu skiptinámi nema hvað að ég væri svo dugleg að ég hefði kannski alveg getað þetta!! (hvað ætli það þýði að Amalía sé að hrósa manni). Ekki nóg með það þá var tíminn alveg að fara að byrja og þá er hún mætt upp á svið með eitthvað íslenskuverkefni og er að biðja mig um að hjálpa sér því hún sé að taka einhvern íslenskuáfanga í Kennó! Já þetta var ansi spes draumur og sá sem getur ráðið hann má koma og búa með mér hérna fram að jólum (alltaf sömu verðlaunin)

Annars er ég með hinn ítalska Meyvant sem stærðfræðikennara, hann heitir reyndar Paolo Boero og nær nú ekki alveg honum Meyva okkar Magga mín en kemst ansi nálægt því.

Hver man eftir þættinum í Friends þegar Ross var að kenna í tveimur byggingum og þurfti að drífa sig á milli og kom alltaf lafmóður í tíma (þátturinn er í 8. seríu). Þetta kom einmitt fyrir ítölsku kennarann minn hann Francesco í dag, minnti mig óneitanlega á Ross og var auðvitað drepfyndið

Til að funkera í hinu ólgandi mannlífi Genova borgar eru nokkur atriði sem maður þarf að breyta í fari í sínu. Ég er því farin að:

láta hundaskítinn sem vind um ,,augun” og ,,nefið” þjóta


tek strætó eins oft á dag og ég get og því mér finnst ótrúlega þægilegt að líða eins og ég sé í sardínudós


taka mér ciestu án þess að hika milli tólf og tvö á daginn (reyndar þekkt fyrir það á Íslandi líka)
hróp og köll eins og ciao bella!! Eru farin að blandast saman við ítölsku útvarpsrásirnar sem ég er með í eyrunum því ég er svo mikið í strætó og verð að hlusta á eitthvað


borða gnocchi á hverjum degi (eða kartöfluhnykla - svona til að geta hnyklað vöðvana múhaaaaaa)
senda sms á ítölsku til þeirra sem eru hérna úti


ganga með orðabók á mér allan daginn því engin talar ensku


tala ítölsku við leigusalann Cutri Cucinotta


taka nýja handritið mitt eins og oft á dag og ég get (já ég er frá Íslandi, já það er kalt þar núna, já ég er erasmus nemi hérna í 4 mesi, nei ég bý ekki ein heldur með 4 öðrum stelpum og þið þekkið framhaldið þið sem þekkið handritið, eða hvað rex, er ég ekki handritsmeistarinn?)

fara í líkamsrækt ef mér leiðist, fór í 4 hóptíma á síðasta miðvikudag og fékk aldeilis að finna fyrir því á fimmtudagsmorguninn


sætta mig við að vera með bilaðan vask og þurfa að vaska upp í bala og hella úr honum í klósettið


hengja þvottinn á snúrur sem hanga á milli glugganna og þvotturinn á það til að sveiflast í skítuga húsveggina.

já svona er nú tilveran hjá mér!

Ég hef ákveðið að setja þessa viku á hraðspólun og þá meina ég hraða hraðspólun því nákvæmlega eftir viku verður Andri kominn hingað til mín og við ætlum að fara til Flórens og Brandur frændi (hans) var svo góður að bjóða okkur að vera í íbúðinni hans sem er víst alveg miðsvæðis. Mi piace Fiorenze!

Segjum þetta gott í bili frá ykkar einlægu Piccolinu.

Engin ummæli: