mánudagur, október 04, 2004

Um helgina fór ég til Cinque Terre eða bæjanna fimm. Ég ætla leyfa lýsingunni úr bæklingnum að fylgja með:

The first image that comes to mind when one thinks of the Cinque Terre is that of rugged mountain terrain, with its deteriorating dry stone walls, built to hold up vineyards. An impressive and unique landskape which has been included on the UNESCO´s World Heritage List!!

Þetta var geggjað, við gengum allan daginn milli bæjanna, reyndar bara fjögurra í staðinn fyrir fimm og vegurinn heitir Via dell ´amore eða vegur ástarinnar. Hvað er rómantískara en að fara þarna þegar Andri kemur, tja maður spyr sig?

Í dag byrjaði ég svo í skólanum án þess þó að vita nokkuð hvað ég var að fara í. Við áttum bara að mæta út í skóla og tjékka hvort kúrsarnir sem við hefðum áhuga á væru kenndir. Svona er nú æðislegt skipulagið á Ítalíu. Ég mallaði einhverju saman og ákvað svo að skella mér í fyrsta tímann í Didattica della matematica en það er hvernig á að kenna mjög ungum börnum stærðfræði. Professor Paulo Boero var æði og bað strax einhvern um að vera aðstoðarmann minn fyrstu vikurnar. Ég er sem sagt komin í liðveislu hjá einhverri ítalskri stelpu, svo var önnur sem skrifaði allt upp fyrir mig á ítölsku. Voðalega vinalegt allt, kennarinn sagði að ég gæti alveg notað enskuna svona fyrstu vikurnar og ég hugsaði já já eða bara allan veturinn!!! Annars skildi ég ágætlega, var verið að tala um numeri naturali!

Ég er síðan að hugsa um að fara í Psicologia generale, letteratura per
l´infanzia og laboratorio di informatica. Þetta er sem sagt almenn sálfræði, saga ítalskra barnabókmennta og unnið með þær og tölvur (mér finnst spennandi hvað er verið að kenna í tölvum hérna þar sem þeir virðast ekkert vera alltof framarlega í geiranum).

Á morgun koma síðan mamma og amma og verða að sjálfsögðu með fullt af pökkum í farteskinu sökum hátíðarinnar sem verður á miðvikudaginn en þá fagnar Piccolinan sínu 22. aldursári.

Í dag náði ég einnig að plata ítölskukennarann minn til þess að leyfa mér að taka prófið nokkrum dögum á undan hinum því Andri er að koma um leið og prófið á að vera og við erum að fara til Flórens, að sjálfsögðu virkaði það. Litla ljóshærða Lindan virkar jafnvel enn betur á kennarana hérna heldur en heima og þó virkar hún vel heima:)

....eitt enn, ég vil fá slúður frá KSÍ, hvernig er það tók einhver adidas á sunnudaginn?

Ciao
Afmælisstelpan:)

Engin ummæli: