laugardagur, október 16, 2004

HÆ HÆ

Ég var að setja inn eitthvað af nýjum myndum, frá Cinque Terre, þegar þvottavélin féll fram af og frá heimsókn mömmu og ömmu og afmælinu mínu. Ég er að þessu hérna heima með hægvirkasta net í heiminum, þannig að ég get bara sett nokkrar myndir, reyni að setja fleiri við tækifæri.

Annars ég búin að vera að læra í dag, er að fara í próf í ítölsku eftir rúma viku þannig að það er eins gott að fara að byrja að læra aðeins. Í gær fórum við í appertivo á xo og kíktum síðan aftur á GLAN sem heitir reyndar il CLAN, í þetta skiptið fengum við koju, efri koju og sátum þar í makindum okkar og sötruðum drykki og spjölluðum saman.

Í kvöld er síðan sixties night á stað í gamla bænum. Þar verð ég að sjálfsögðu mætt í banastuði, enda hata ég ekki sixties tónlistina.

Á fimmtudaginn næsta mun sambýlingurinn minn hún Krunka yfirgefa mig í nokkra daga því hún er að fara að heimsækja vinkonu sína í London. Það verður því spennandi að fylgjast með því hvernig ég spjara mig ein hérna í herberginu okkar.

Hafið það gott um helgina.......farin í ræktina að taka trylling á hlaupabrettinu!
Bellan

Engin ummæli: