föstudagur, apríl 22, 2005

LILLAN hitt og LILLAN þetta.....

Er talið eðlilegt að manneskja á þrítugsaldri sé kölluð Lilla. Nei held ekki en það hefur nefnilega gerst núna í tvígang að ég er kölluð Lillan! Fyrst á námskeiðinu um síðustu helgi þar sem ég var nú með reynslumeiri þjálfurum að eigin sögn og alls ekki yngst og svo aftur núna rétt áðan þegar ég fékk sms frá framkvæmdastjóra ISF.......takk Lillan mín! æj ég er ekki að fíla þessa nýju nafngift!

Annars er spurning um að plata Skallann í að koma með svona frá ameríkunni og þá ekki með nafninu Lillan!

Maður var síðan bara að koma úr endajaxlatökunni og er helvíti dofin...fer ekki að finna fyrir þessu fyrr en um fjögur og þá er nú rétt að hafa kælipoka og verkjatöflur við höndina. Kem með nýjustu fréttir af þessu...

Góða helgi folks!
Lillan

Engin ummæli: