miðvikudagur, apríl 13, 2005

Ég er orðin mjög þreytt á gómbólgunni og jaxlaveseni...

Þessu bara verður að linna því framundan er:

Vikan 11. - 17. apríl - Klára ritgerð um Svövu Jakobs í nútímabókmenntum og mæta á námskeið í body jam
Vikan 18. - 24. apríl - Klára verkefni í orðhlutafræði og mæta í ENDAJAXLATÖKUNA
Vikan 25. - 1. maí - Klára lokaverkefni í nútímabókmenntum sem ber að skila 17. maí
Vikan 2. - 8. maí - Frumlesa allt efni sem hefur verið sett til prófs í íslenskukennaranum...spennandi! Og mæta svo í prófið þann 9. maí
Vikan 9. - 15. maí - Læra fyrir lokapróf í orðhlutafræði og skríða örmagna inn í prófið þann 17. maí.

18. maí - Leggjast í dvala

Þar hafiði það en mun þetta ganga upp?

LH

Engin ummæli: