Mig dreymdi Megas í nótt sem er nokkuð fyndið í ljósi þess að óvænt kom upp að það eru tónleikar með honum í kvöld á Grand-rokk. Ég fór samt ekki því ég verð svo hrikalega pirruð á reyknum sem er þar inni. Stifti og doktor fóru samt með myndavél þannig að ég get séð kallinn. En þeir tveir voru einmitt í draumnum líka og Megas með nýjar tennur.....hversu steikt er það!
Andri fékk nýjan stað í unglingavinnunni því til mikillar óhamingju fékk hann Breiðholtsskóla aftur og þangað fer maður nú ekki í vinnu í annað sinn....hann fékk hins vegar Laugarnesskóla og verðum við því bæði hérna í hjartanu...ég í Viðey og hann í hinum undursamlega Laugarnesskóla.
Í dag las ég bókina Skugga-Baldur eftir Sjón. Fróðleg og skemmtileg saga verð ég að segja og verður gaman að spyrja kallinn spjörunum úr þegar hann kemur í tíma á mánudaginn. Mamma bað mig líka að skila kveðju til hans frá Ágústu sem var með honum í Hólabrekkuskóla....einmitt!
Gleðilegt sumar:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli