mánudagur, apríl 11, 2005

Ég held að minn hafi nú ekki litið svona illa út!





Ég veit ekki hverjir muna eftir mér síðan síðast þegar endajaxlarnir í efri góm voru teknir. Man samt eftir því að Allý og Helga komu í heimsókn og áttu erfitt með að halda í sér hlátrinum. Ég ætla að reyna að skanna inn myndina, hún er ógeðslega fyndin svona eftir á. Það verst er að Biggi tannsi sagði að þetta væri oft verra með neðri góm, frábært!

Einmitt tíminn í endajaxlatöku núna þegar verkefni og próf dynja yfir manni.

Jæja best að dópa sig aðeins meira upp og sötra AB mjólk!

Tannslan

Engin ummæli: