sunnudagur, apríl 10, 2005

Endajaxl að brjótast um.....

Árshátíðin var með eindæmum fín í ljósi þess að ég vann inneign í öllum NTC verslununum að verðmæti 5000 kall. Fínt fyrir fátækan námsman sem elskar að versla föt. Andri vann bíómiða eins og oft áður.

Maturinn var la la, skemmtiatriðin fín og ég setti síðan svip minn á samsteypuna með því að vinna eigandann í armbeygjukeppni. Endaði í 36-26 mér í vil. Það sem var lagt undir voru peningar að upphæð 50.000, ég býð því eftir fúlgu inn á reikninginn minn. Þar sem ég var orðin ansi æst og í miklu keppnisstuði skoraði ég líka á hann í 90 gráðu keppni, tók það að sjálfsögðu líka og endaði með því að eigandinn hélt súr á svip inn á sitt herbergi.

Kvöldið endaði síðan á því að endajaxlinn minn fór að brjóta sér leið í gegnum auman góm minn og hringdi ég að sjálfsögði beint í tannsann í minningunni um það þegar hinir tveir voru teknir og ég leit út eins og kýldur hamstur í tvær vikur. Hann smellti mér beint á pensilín og á ég tíma í fyrramálið. Lítur satt bezt að segja ekki vel út fyrir mig....

Ætla skella mér í bíó á kvikmyndahátíðina...
Lilly

Engin ummæli: