fimmtudagur, apríl 28, 2005

Rauðbólgin augu...

Ég er svoooo þreytt núna að það jaðrar við að ég sé jafn þreytt og þegar ég vann yfir mig í Tékk-kristal ein jólin í 3. bekk í menntó, léttist í kjölfarið um 5 kg og reif kjaft við Rutlu tengdó út af því að mér fannst jólapappírinn sem hún keypti alveg hreint ómögulegur og sagði henni sko hreint út að ég myndi ekki pakka mínum gjöfum í svona ljótan pappír! Til allrar hamingju var Rutlan ekkert að kippa sér upp við svona dónaskap og keyrði bæinn á enda á Þorláksmessu til að finna bensínstöð sem gæti mögulega selt fallegri pappír en þann sem til var!

Svona getur maður nú verið klikkaður, held ég sé nú orðin aðeins kurteisari í dag eða ég ætla nú rétt að vona það. Við erum hins vegar að hlæja að þessu núna þannig að það er ekkert verið að erfa svona uppákomur við mann sem betur fer...

Góðan svefn (G) englar

Engin ummæli: