laugardagur, janúar 06, 2007

Í dag eru aðeins 2 mánuðir í settan dag...

ótrúlegt alveg hvað er stutt í þetta. Búið að ganga frá fæðingarorlofi og senda umsóknir og slíkt. Vonandi að það gangi allt upp, maður hefur svona heyrt misjafnar sögur um þennan sjóð!

Nýja árið hefur farið vel af stað með allskyns heimsóknum og matarboðum. Skelfilega erfitt að vakna aftur í vinnu enda var búið að snúa sólarhringnum heilsnúning við.

Krakkarnir voru samt bara nokkuð sprækir og ég á eftir að sakna þeirra þegar ég hætti en ég veit að þau verða í góðum höndum Selmu sem dettur inn svona um miðjan febrúar og ég set hana inn í þetta allt saman. Ég hætti svo endanlega 28. feb. nema eitthvað annað komi í ljós.

Kvöddum Möggu litlu sem er farin aftur til Berlínar

Hittum Dag Björn og Bjarka Fannar og borðuðum með þeim og foreldrum


Og Andri hitti auðvitað Lárus vin sinn og stjanaði við hann!


Í kvöld ætla ég að snæða pizzu með systrum mínum og hafa það notalegt
-Góða helgi-

Engin ummæli: