föstudagur, mars 30, 2007


Fyrr í dag brosti sú stutta til mömmu sinnar...ekta brosi!


Auðvitað brosti hún fyrst til mömmu sinnar enda mamman algjört uppáhalds...


Annars er það af mér að frétta að ég komst að því í gær að ég væri með smá ofholdgun þannig að ég skellti mér á nýju heilsugæsluna okkar hérna í Glæsibæ (Glæsistöð í Glæsibæ...þessi gamli góði!) Búið að brenna ofholdið ég því einum nabbi minni í holdum:)


Andri er svaka upptekinn í Zizek prógrammi og auðvitað að lesa og lesa og lesa. Ég horfði einu sinni á þátt með Dr. Phil þar sem kona var að leita sér aðstoðar vegna þess að maðurinn hennar átti svo mikið af bókum að hann var búinn að fylla hennar helming af rúminu af bókum. Húsið þeirra var gjörsamlega að fyllast af bókum! Ég er dáldið hrædd um að ég þurfi að leita ráð hjá Dr. Phil því ekkert lát virðist vera á þessum bókum sem streyma hérna inn...
Amma Rut að missa sig í búðunum á Flóró og engu til sparað í bleika bleika
x-factor í kvöld og huggulegheit
góða helgi

Engin ummæli: