Duglegasta stelpan fékk auðvitað toppeinkunn hjá Jónínu hjúkrunarfræðingi
Þurfti auðvitað að virða nýtt andlit vel fyrir sér...
Var nú ekki í vandræðum að lyfta aðeins höfðinu upp!
Og búin að þyngjast um 335 gr. á 9 dögum. Mamman greinilega með framleiðsluna í lagi og Skagadísin dugleg að svolgra í sig...
Það voru því stoltir foreldrar sem kvöddu hjúkkuna í dag...
Var nú ekki í vandræðum að lyfta aðeins höfðinu upp!
Og búin að þyngjast um 335 gr. á 9 dögum. Mamman greinilega með framleiðsluna í lagi og Skagadísin dugleg að svolgra í sig...
Það voru því stoltir foreldrar sem kvöddu hjúkkuna í dag...
Bloggið mitt er eiginlega búið að breytast í blogg dótturinnar enda snýst lífið ekki um neitt annað en hana þessa dagana. Mommsan er þó þrisvar búin að fara út úr húsi. Tvisvar í búðir og fannst eins og allir myndu horfa sig enda ekki búin að fara út í 11 daga. Síðan var gerð heiðarleg tilraun til að kíkja á nýju íbúðina hjá langafa Atla en það samþykkti litlan daman alls ekki og var því snúið við á miðri leið. Tveggja vikna og farin að stjórna foreldrum sínum hægri vinstri!
Um helgina stefnum við svo á að fara í mat til ömmu og afa í báðar ættir. Það verður gaman að fara aðeins út. Á morgun er síðan stórafmæli hjá AFO, 25 ára gamall!
Nóg að gera sem sagt og takk fyrir allar kveðjurnar hérna á síðunni. Það er rosalega gaman að sjá hvað eru margir að fylgjast með okkur:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli