miðvikudagur, mars 28, 2007

Time goes by...

Ég er búin að vera með tvö atriði sem ég hef ætlað að klára síðan þetta blessaða "orlof" hófst. Annað er að klára umsókn fyrir framhaldsnám og nú rennur frestur út á föstudaginn þannig að það er ekki seinna vænna en að spýta í lófana og klára smá greinargerð, hitt er að skrifa fæðingarsöguna á meðan hún er alveg í fersku minni. Einhverra hluta vegna er mér ofviða að klára þetta...wonder why???

Hitt er annað mál að ég er auðvitað í 100% vinnu sem heitir brjóstagjöf og hjúkkan sem kom í morgun hafði á orði að ég færi nú létt með að vera með tvíbura því daman er búin að þyngjast um tæp 400 gr. á einni viku! Stefnir í 10 1/2 hálfs árs eins og AFO:) Ég færi kannski létt með tvíbura á brjósti en eitt er alveg meira en nóg að öllu öðru leyti:)

Þannig að það lítur út fyrir að við séum að verða færar í smá göngutúr eftir helgina.

Við mæðgur horfðum saman á The Devil wears Prada milli eitt og hálf þrjú í nótt, þá gafst sú stutta upp og ég setti á pásu. Lítur út fyrir að maður geti tekið nokkuð margar myndir ef henni finnst gaman að vaka á þessum tíma! Hún vill líka bara sofa út á morgnana, það er líka bara fínt því ég veit svo sem ekkert betra en það.

Yndislegt veður, í það minnsta út um gluggann og mikið verður nú gaman þegar við komumst út...

höfum það ekki fleira í bili

Lilly

Engin ummæli: