fimmtudagur, mars 22, 2007

Til hamingju með daginn elsku Andri Fannar!
Við mæðgur ætlum auðvitað að vera alveg ofsalega góðar við hann í dag:)

Í tilefni dagsins gróf ég upp gömlu góðu "Bókina um Andra Fannar" síðan í 8. bekk. LA-vinkonur mínar kannast vel við hana og Auður Agla á örugglega inni hjá mér að fá að skoða. Man við gerðum samning um að ég myndi sýna henni bókina þegar við yrðum 17 ára, það færðist síðan í 20 ára og enn hefur hún ekkert séð greyið!
Ég ætla því að taka beint upp úr bókinni texta sem ég skrifaði þann 9. janúar 1996:
Andri Fannar Ottósson er myndarlegasti, fallegasti, sætasti, dúllulegasti, krúttaralegasti, fríðasti, yndislegasti, besti, fullkomnansti, klárasti og öll önnur falleg orð í heiminum. Það er ekki hægt að finna fallegri og betri strák á jarðríki en Andra Fannar. ANDRI SÆTI!
Já svona var maður nú hress og skemmtilegur í 8. bekk en ég hef greinilega verið búin að lesa Andra strax þarna fyrir 11 árum haha! Dreg ekkert úr þessum orðum í dag:)
Njóttu dagsins Barbapabbi!

Engin ummæli: