mánudagur, apríl 30, 2007


Skírnardagurinn...

heppnaðist alveg ljómandi vel og hefði ekki getað verið betri. Hjalti prestur stóð sig frábærlega í sínu hlutverki, Hjalti guðfaðir og Sóley guðmóðir klikkuðu auðvitað ekki frekar en fyrri daginn-Ágústa Rut í aldeilis góðum höndum þar, Svava og Birta flottar á klarinettinu, Sía og Magga góðar á myndavélunum og við foreldrarnir vorum bara nokkuð slök en Ágústa Rut var náttúrulega bara best í heimi! Fyrir utan allar ömmurnar og langömmurnar sem hjálpuðu til sem og gestirnir sem voru stórskemmtilegir.

Ég fékk smá stresspanik þegar allir voru að koma og mér fannst eins og þetta myndi ekki rúmast en síðan var þetta bara svona rosa passlegt og ég vona að enginn hafi verið í kremju!

Ágústa Rut fékk heilan haug af gjöfum og þarf núna að fara að eignast sinn eigin bankareikning og hún er afar þakklát fyrir þetta allt og skellihlær út í eitt!


Hérna eru nokkrar myndir en það var auðvitað myndað úr öllum áttum...

Athöfnin sjálf...
Við familían-öll að horfa í sitthvora áttina!
Ágústa Rut að taka kríu í kjólnum
Í eftirskírnardressinu...enn í kríu!
Og mommsan með músina sína (flott að vera með gjafahaldarann svona upp úr kjólnum en það víst nýjasta nýtt í bransanum!)


-Milljón kossar til allra frá okkur öllum-
Engin ummæli: