Í gær fór ég tvennt án þess að vera með viðhengið á mér...
1. Kíkti á útsölur með Sóleyju en það er svo hentugt því við erum með sömu stefnu í fatakaupum og erum ekkert að peppa hvor aðra upp í eitt né neitt. Í okkar ferðum er bara keypt eitthvað sem er nauðsynlegt og nothæft. Ég fann jakkann sem ég var búin að leita af lengi og skellti mér á hann, um leið skipti ég auðvitað út einni flík samkvæmt reglunum og arfleiddi Svövu að einni peysu...
2. Fór út að hlaupa í annað skipti eftir barnsburð því nú er ekki seinna vænna en að fara að æfa sig fyrir 10 km þann 18. ágúst, er búin að lofa mér í þetta á tveimur vígstöðvum! Svava fór með mér sem betur fer því annars hefði ég væntanlega gefist upp. Keppnisskapið hefur nefnilega ekki farið langt en annað má segja um úthaldið, það var eitthvað að fela sig. Við hlupum tæpa 4 km sem er ágætt til að byrja með.
Í morgun auðglýsti ég hins vegar eftir nýjum líkama, rifbeinin voru að gefa sig og ég þurfti að láta teyma mig fram út rúminu, nei ég segi svona en ég var með harðar sperrur!
Fyrir 10 árum síðan fór ég nefnilega létt með svona 10 km hlaup eins sjá má hér og ég er ekki frá því að fyrir 11 árum hafi ég gert mitt besta: 46 mín en í ár verða ekki slegin nein met heldur er stefnan sett á innan við klukkutíma. Er það ekki fair?
Að lokum: var að henda inn nokkrum nýjum myndum inn á síðuna hennar Ágústu Rutar, nokkrar þar sem hún er sláandi lík móður sinni...eða já svona um það bil!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli