mánudagur, júlí 09, 2007

Menningarleg með meiru...

Það má segja að við höfum verið ansi menningarleg þessa helgina. Störtuðum henni með ferð á Gljúfrastein og föstudaginn sem var alveg frábært en við höfðum ekki komið þarna áður. Ágústu Rut fannst ekki síður skemmtilegt og innbyrgði mikinn fróðleik sem AFO vill meina að setjist í dulvitundina! Því næst heimsóttum við langalangömmuna hana Ágústu sem var glöð að sjá nöfnu sína...

Á laugardaginn tókum við almennt bæjarrölt og ég fann mér alltof mikið af fötum en splæsti í einar gallabuxur og peysu!

Í gær fórum við síðan upp í Hallgrímskirkju og í tilefni af safnadeginum skelltum við okkur líka á Listasafn Einars Jónssonar. ÁRA alltaf í pokanum sínum og skoðar og skoðar og skoðar. Við gætum hreinlega verið með hana allan daginn í svona skoðunarferðum, svo gaman finnst henni!

Enduðum ferðina síðan á góðu kakói og vöfflu á Mokka og við bæjarrotturnar erum bara orðin nokkuð spennt að flytja í miðbæinn sem er næsti áfangastaður!

Góð menningarhelgi að baki og myndir eru komnar inn 123.is/agustarut!

Engin ummæli: