sunnudagur, júlí 15, 2007

Þegar AFO er á næturvöktum...

breytist hans helmingur af rúminu í hálfgerða geymslu. Þar má finna bleyjur (hreinar), blautklúta, handklæði, bækur, þvott og þar fram eftir grösunum...ég veit ekki alveg hvað honum finnst um þetta því þegar við bjuggum í 14 fm breytti ég alltaf "til fóta" í rúminu okkar í hálfgerða skrifstofu fyrir mig, þar var tölvan, skóladót og fleira sneddí sem ég þurfti að hafa við höndina enda er ég líka ansi stutt í annan endann en honum fannst þetta nú ekki spes...

talaði stundum um hvort við ættum ekki að fara að færa skrifstofuna!
og já ég skil ekki hvernig við fórum að í þessum 14 fm...

en af hverju drullast ég ekki úr tölvunni og fer að gera eitthvað uppbyggilegt?

Engin ummæli: