þriðjudagur, júlí 24, 2007


Jæja þá...


ég sé að aðdáendur mínir eru orðnir áhyggjufullir yfir fréttaleysi;) Og hafa jafnvel borist símtöl utan úr heimi til að athuga hvort það væri ekki allt í lagi! Og það er sko allt í góðu lagi, við erum bara dáldið þreytt því ÁRA litla er alveg brjáluð í gómnum sínum og sýgur allt sem nálægt henni kemst og er með varirnar á fullu...


það er því ekki búið að vera mikið um svefn undanfarið á þessu heimili og bonjela gelið er besti vinur okkar;) Ef það verður ekki komin tönn fyrir Klofa þá verð ég mjög hissa!


Hins vegar erum við alveg búin að bralla ýmislegt, bíó, brúðkaup, afmæli og fleira.


En eins og AFO segir þá þarf dóttir okkar alveg sérlega mikla ást og umhyggju þessa dagana og þá er maður minna í tölvunni!
Ég er að hugsa um að skrá mig í hlaupið góða á eftir....og þá er ekki aftur snúið!


Engin ummæli: