sunnudagur, júlí 15, 2007

Jæja ég hef verið klukkuð í einum af þessum frábæru klukkleikjum sem virðast poppa upp annað slagið í bloggheimum!

Hér koma því 8 mjög svo merkilegar staðreyndir um mig og væntanlega eitthvað sem flestir ekki vita;) Einmitt!

1. Ég er skipulagsfrík með meiru og því fylgja óteljandi margir listar og skipulagsplön, mér finnst alltaf best að gera lista ef ég er að fara að gera eitthvað og því er alltaf allt út í listum og svo elska ég að gera svona "tjékk" og strika yfir...klikkuð með meiru ójá...

2. Hins vegar er ég mjög svo sveigjanleg þegar kemur að því að breyta plönum eða hagræða..

3. Ég elska pizzu og hef verið þekkt fyrir það að vera með sérstakt "pizzahólf" og get því borðað meira en margur hver í mínum stærðarflokki þegar kemur að pizzaáti!

4. Mér finnst ég alveg óendanlega heppin að eiga svona yndislega og heilbrigða dóttur sem er sko gleðigjafi nr. 1 og ekki skemmir fyrir að pabbi hennar er ekki sem verstur.

5. Ég er alltaf með valkvíða á hæsta stigi og á skelfilega erfitt stundum með að taka ákvarðanir, vogin sjáiði til! Síðan ætla ég mér stundum að gera eitthvað en geri þá bara eitthvað allt annað og skil ekki hvað ég var að pæla...

6. Var einu sinni happatalan mín...

7. En svo varð 7 eiginlega meira happa...

8. Ég á það til að borða hor...en það er þá alveg í laumi;)

Ég klukka síðan Svövu litlu sys, afa wonder, Síu og Marghugu!

Engin ummæli: