sunnudagur, júlí 29, 2007


Hangsi hangs...

Ég hef ekki farið út fyrir hússins dyr í allan dag! Sem verður að teljast nýlunda á mínum mælikvarða. Ég er einnig búin að vera á náttfötunum í allan dag og nýta hverja einustu mínútu í að knúsa litla dýrið og stóra þegar það vaknaði....

Þetta er svo sem alveg ágætt, að hangsa svona heima en mikið lifandi skelfingar ósköp yrði ég þreytt á því til lengdar!

Það er samt ekkert eins og ég sé ekki búin að gera neitt. Ég er búin að henda í nokkrar vélar, skúra gólf, ganga frá leikföngum, búa til mat og fleira sem heimavinnandi húsmæður gera.

Síðan fylgdist ég með fréttunum og þeim ósköpum. Fyrst hugsaði maður auðvitað dóp og aftur dóp en svo var það ástin og afbrýðisemin sem getur farið svona með fólk. Ótrúlegt alveg hreint.

Ég eyddi líka smá tíma í að hugsa um hvar við litla fjölskylda verðum stödd að ári liðnu, það er ólíkt mér að vita ekki slíka hluti en það er víst ekki alltaf hægt. Eitt er víst að við verðum stödd...einhvers staðar!
Læt eina fylgja af monsunni...

Engin ummæli: