Ég veit ekki hvað kom yfir mig þessa helgina en ég er búin að borða meira en góðu hófi gegnir og þá á ég við miklu miklu meira...
Bernhöftsbakarí var heimsótt tvisvar en þeir bjóða upp á rúnstykki á 5o kr. Persónulega finnst mér kryddkubbarnir bestir en þeir hafa verið uppseldir báða dagana um hádegi þegar ég mætti á svæðið. Greinilega fleiri sem halda upp á þá. Einnig er hægt að fá ansi veglegt ciabattabrauð á 100 kall og snúða og kleinuhringi á spottprís. Núna er ég alveg hætt að fara í Jóa en rán að stíga fæti þangað inn. Áfram Bernhöftsbakarí sem var að ég held stofnað einhvern tímann á fyrri hluta 19. aldar.
Síðan fengum við mæðgur okkur smá Mc´Donalds og í dag var piparsteik og berniese með frönskum og öllu tilheyrandi. Og rétt í þessu var Svava að reiða fram dýrindis pönnsur...
Eitt sinn skrifaði ég endalaust hérna á bloggið mitt um allt sem ég borðaði - síðan hefur runnið mikið vatn til sjávar og núna skrifa ég meira um barnauppeldi, veikindi og svona allt og ekkert, mest bara tilgangslausa hluti sem mér finnst samt svo gaman að skrá hjá mér.
Á föstudaginn fórum við skötuhjú á árshátíð skólans. Við ákváðum að breyta aðeins til og að þessu sinni héldum við á Landnámssetrið í Borgarnesi, borðuðum þar á hlaðborðinu og skelltum okkur síðan á Mr. Skallagrimsson. Sýningin hlýtur meira en fullt hús stiga að okkar mati því Benedikt Erlingsson er svo fáránlega fyndinn að á tímabili hélt fólk á næsta bekk að AFO myndi ekki ná andanum! Ég held að það séu ekki margar sýningar eftir en ef þið hafið ekki farið myndi ég skella mér sem allra fyrst. Þetta er skemmtun í hæsta gæðaflokki og næst á dagskrá hjá mér er að lesa Egilssögu en einhverra hluta vegna hefur hún orðið eftir hjá mér í fornbókmenntunum. Las Laxdælu og Njálu í Kvennó og síðan hef ég kennt Gunnlaugssögu og Gíslasögu.
Fleira var það nú ekki.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli