fimmtudagur, mars 19, 2009


Það veður á mér í kvöld...


en afi Langi Atli var að senda mér frábærar myndir sem hann tók í dag af heimasætunni og mér. Heimasætan var í brjáluðu stuði eins og sést á myndinni sem hér fylgir en ég setti restina í möppu inni á Áru síðu en eins og sést á myndunum er hún fögur og fríð líkt og faðir hennar:)


Ég var einmitt að hlæja að því með sjálfri mér í dag að það er tvennt sem ég fæ að heyra lágmark tvisvar daglega. Annað er þegar ég og Helgi Skalli tölum saman í vinnunni, þá heyrist alltaf úr einhverjum hornum: "Vá hvað er fyndið að sjá ykkur hlið við hlið hahaha". Hitt er að Ágústa Rut sé nú bara alveg eins og pabbi sinn og þetta hef ég núna heyrt minimum tvisvar á dag í tvö ár;)

Engin ummæli: