þriðjudagur, mars 31, 2009

Ein fyrir ömmu Rut - í vestinu sem hún var bara að klára:)

Annars finnst mér alltaf jafnmerkilegt hversu miklar skoðanir 2 ára gamalt barn getur haft. Oft þegar ég sæki Áruna í leikskólann þurfum við að koma við í búð á leiðinni heim. Við stoppum annað hvort í Krónunni eða Bónus úti á Granda því það er svona mest í leiðinni. Í gær tilkynni ég það að við þurfum að koma við í búð. Þá heyrist úr aftursætinu: "Svínabúðina" (Bónus). Ég samþykki, já já við förum í hana. Síðan erum að við að koma að hringtorginu út á Granda og þá sést búðin vel og þá heyrist aftur: "þessa Svínabúð" já já þessa Svínabúð en þá bætir sú stutta við: "Bara Svínabúðina, ekki Krónubúðina!"

Spurning hvort Jóhannes í Bónus sé búinn að gera einhvern sérsamning við hana!

Engin ummæli: