sunnudagur, mars 29, 2009

Frábær helgi að baki...

sem var svo sem ekkert svaka plönuð fyrirfram en þá verða þær eiginlega þeim mun skemmtilegri enda búið að vera stanslaust prógram síðustu þrjár eða fjórar helgar.

 • Við byrjuðum á því að sigla inn í helgina með fáránlegasta körfuboltaleik sögunnar þar sem KR-Keflavík fór í fjórfalda framlengingu. Við vorum gjörsamlega að fara á límingunum og svitinn eftir því þegar heim var komið.

 • Á laugardagsmorguninn fórum við mæðgur í vikulegan danstíma á meðan húsbóndinn hugleiddi. Aldrei þessu vant var dóttirin bara nokkuð stillt en hún er nú ekki þekkt fyrir að vera stilltasta barnið á svæðinu;)

 • Að danstíma loknum héldum við mæðgur í sund með Auði, Eyfa og Úlfari Jökli og þau vinirnir léku sér heillengi og stukku ca. 40 sinnum fram af bakkanum. Á leiðinni heim var fröken heimasæta líka gjörsamlega búin á því og rotaðist í bílnum og rumskaði ekki fyrr en tæpum tveimur tímum seinna.

 • Þá héldum við niður í bæ og gáfum öndunum brauð - rigning og leiðindasuddi úti þannig við vorum ekki lengi að færa okkur í skjól og kíktum aðeins í IÐU-húsið en þar var vinsælt að fara nokkrar ferðir upp og niður rúllustiga.

 • Því næst var förinni heitið á Mokka en þar er alltaf gott að grípa í sig vöfflu og kakóbolla.

 • Um kvöldið fór ég síðan í afmæli til Rögnu og tók þátt í pílumóti en þess má geta að ég náði yfir 80 stigum í einu þriggja pílna kasti þar sem ég hitti tvisvar í miðjuna, stóð því miður ekki uppi sem sigurvegari en sé mig alveg í þessu sporti í framtíðinni.

 • Eftir afmælið kíkti ég aðeins á Mappann en þar voru Helgi og AFO.

 • Sunnudagsmorgnar hefjast yfirleitt á Sunnudagaskólanum en þar fylgjumst við foreldranir með dótturinni sem spennir greipar, lokar augum og biður til guðs;) Ásamt því að syngja með öllum lögum og segir: Kraft Guðs, já takk og kýlir hendinni upp í loftið - mjög svo skemmtileg sjón.

 • Seinnipartinn var family-time með Mappa en við byrjuðum í lauginni og héldum síðan á Eldsmiðjuna þar sem pizzurnar runnu ljúflega niður.

 • Núna erum við síðan búin að þrífa allt hátt og lágt, Andri er úti í ísbúð og núna er hægt að halda inn í síðustu vinnuvikuna fyrir páska með bros á vör:)

 • 10 daga páskaleyfi rétt handan við hornið - gotta love it!

Engin ummæli: