laugardagur, mars 07, 2009


Afmælistrylling lokið...


og við þökkum kærlega fyrir dótturina sem er nú mörgum flíkum og leikföngum ríkari og er búin að vera alveg hæstánægð með þetta allt saman enda búin að æfa afmælissönginn síðan fyrir jól!


ég stakk upp á því að við þyrftum að fara að brjóta inn í "zendo" til að koma öllu þessu dóti fyrir en ég geri mér grein fyrir að það verður nú varla gert enda gott að eiga góðan griðarstað.


við vorum búin að ákveða að panta okkur "MarsEldsmiðjutilboðið" þegar við værum búin að ganga frá öllu og ryksuga og skrúbba (litla ryksugan kom auðvitað að mjög góðum notum eins og í allan dag) og ég hringdi rétt fyrir hálf tíu og þá var eins og hálfs tíma bið þannig að núna býð ég bara hérna í sófanum með kalda kók eftir pizzu...nammi namm!
Set inn myndir fljótlega!

Engin ummæli: