Mæli með IKEA lunch...
Við mæðgurnar vorum heima í dag því heimasætan náði að krækja sér í einhverja augnsýkingu og mátti ekki fara á leikskólann fyrr en búið var að nota smyrslið í tvo daga en þá á hún að vera hætt smita.
Og þar sem hún var náttúrulega alveg hress og kát ákváðum við að skella okkur í IKEA. Ekki oft sem maður kemst þangað á skikkanlegum tíma og sleppur við leiðindaumferð. En allaveganna, við fengum okkur að borða, ég súpu og brauð á 165 kall og kristal fyrir sömu upphæð. Ára valdi sér sænskar kjötbollur með kartöflum sósu og sultu. Þegar ég kom að kassanum komst ég að því að barnamaturinn var ókeypis og ég borgaði því litlar 330 kr. fyrir máltíð fyrir okkur báðar. Fáránlega ódýrt sem betur fer kannski miðað við það sem ég keypti. Fór upphaflega með það í huga að kaupa einn ramma en rétt náði að rogast út með það sem rataði síðan ofan í körfuna hjá mér. Fannst nefnilega allt í einu svo sniðugt að kaupa nýja lampa í svefnherbergið, blóm í stofuna, hnífapör, ýmislegt í Áru herbergi, kerti og fleira og fleira....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli