þriðjudagur, desember 15, 2009

Ég á það til að vera óttalegur hrakfallabálkur...

eins og í morgun, þegar ég fór í þriðjudagshlaupið 6:45. Ég var í virkilega góðum gír þrátt fyrir aðeins fimm og hálfs tíma svefn því ég er komin í svo mikið jólajóla og vaki lengi. En til að gera langt hlaup stutt þá var ég komin á Laugarásveginn og búin með rúma fimm km og því aðeins tæpur km til stefnu, ég var í fíling með unglingapopp í eyrunum og á góðri ferð. Þá sé ég konu í fjarska með stóran svartan hund sér við hlið, eins og flestir vita er mér illa við dýr og sérlega við ókunna hunda svo ég hugsa með mér að það sé nú best að fara rétt út á götuna þegar ég mæti þeim.

Sú snilldarhugmynd mín endar nú ekki betur en svo að ég ligg í götunni eftir að hafa flækst í svörtu járni sem einhver hafði hent á götuna og ég festi báða fætur í og lendi illa á olnboganum og mjöðminni ásamt því fá blæðandi sár á báðum hnjám! Já ég veit snillingur! Ég stend upp og harka þetta af mér en með ansi ljótt sár á mjöðminni og frekar illt í hendinni. Ég sé skólastjórann nálgast mig úr fjarska og hugsa hvað það sé mikil synd að þurfa að labba tilbaka en síðan kom keppnisskapið yfir mig og ég hugsaði með mér að ég færi nú ekki að láta hann fara á undan mér svo ég klára hlaupið samferða honum í heldur miklu adrenalínkasti!

Hefði nú kannski betur sleppt því, því þegar heim var komið leit þetta illa út, peysan mín hafði líka rifnað og AFO átti ekki orð yfir þessu, heimilið átti enga plástra nema Dora Explorer svo ég hélt til vinnu með Dóru á hnjám, mjöðm og olnboga. Sem betur fer var Lilja hjúkrunarfræðingur við svo ég fékk góða meðhöndlun og er nú vel grisjum á fjórum stöðum. Verkurinn í hendinni fór síðan versnandi með deginum en Sía bjargaði því með íbúfeni því við máttum ekki láta deigan síga vegna Sörubakstur sem við höfðum planað.

Ég var smá súkkulaði til að byrja með enda með fulla örorku en Sía kepptist við að blanda kremið og þeyta eggjahvítur og rauður og þá hófst eiginlega vinnudagur nr. tvö því við kepptumst við í Sörubakstri frá fimm til að ganga ellefu og enduðum að ég held með yfir 200 sörur! Ég á tvöföldum íbúfen á fjögurra tíma fresti og Sía í kaffinu en þetta gekk vel og við erum nú þegar búnar að skipuleggja bakstur fyrir næstu jól:) Takk fyrir frábært kvöld Sía og þó þú haldir annað þá kann ég alveg að baka:)

Það er samt nokkuð ljóst eftir daginn að ég er hvorki að fara að bera fótleggi mína né handleggi þessi jólin og þarf klárlega að finna mér eitthvað nýtt dress sem hylur mig alla!

Myndir af bakstri og fleiru koma inn á morgun.

Engin ummæli: