föstudagur, desember 11, 2009

Ég held að dóttir okkar sé ekki alveg að fatta "conceptið" jólasveinn...

í dag sagðist hún vilja flatköku í skóinn og rétt í þessu vildi hún kartöflu. Núna er búið að stilla gamla skónum sem ungfrú móðir bjó til á leikskóla fyrir ca. 25 árum úti í stofuglugga. Ára vill nefnilega ekki hafa hann inni hjá sér:)

Verður spennandi að sjá þegar hún sér Snuðru og Tuðru bókina frá Stekkjastaur í fyrramálið!

Engin ummæli: