Gullkorn litlu konunnar...
Við erum alltof ódugleg að skrá niður gullkornin sem vella upp úr dóttur okkar þessa dagana. Hún kemur sífellt með einhverjar skemmtilegar pælingar og mjög oft ansi fyndnar.
Þessi helgi fór í strepókokka hjá mér en núna er pensilínið að byrja að kikka inn og verkirnir aðeins að mýkjast. Andri var því með dömuna í fullu prógrammi í gær sem endaði á sundferð þar sem Ára spurði pabba sinn í klefanum hvort hann hefði verið að kúka með typpinu sínu! Hún spurði það hátt að næsti maður snéri sér við og sagði að þetta væri ansi góð pæling hjá henni!
Síðan skreið hún upp í til okkar í morgun til að kúra aðeins, ég stökk aðeins fram og á meðan hvíslaði hún að pabba sínum: "Pabbi, þú ert góður kall!" Krúttið sem hún er þessi elska.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli