þriðjudagur, desember 29, 2009Jólajól....

Jólin hafa verið dásamleg í alla staði og við LA-fam þökkum öllum kærlega fyrir okkur. Gjafir heimasætunnar hlupu á nokkrum tugum og spenningurinn eftir því. Hún er búin að átta sig á því út á hvað þetta gengur og opnaði gjafir eins og enginn væri morgundagurinn!


Rut, Ottó og Malla borðuðu með okkur og Grunnararnir komu svo í ísinn. Ég, Andri, Harpa og Svava fórum síðan í miðnæturmessuna í Fríkirkjunni sem er algjörlega ómissandi á kvöldi sem þessu.

Jóladagur og annar í jólum fóru í afslappelsi og skemmtileg jólaboð og hitting okkar LA stúlkna.


Myndir eru í óðaönn að hlaðast inn á myndasíðuna:)

Árámótaannállinn verður á sínum stað enda afar viðburðaríkt ár með fermingu, útskrift og brúðkaupi hjá okkur systrum. Verður erfitt að toppa 2009, að minnsta kosti hvað varðar veisluhöld.

Engin ummæli: