Þorlákur...
Ansi viðburðaríkur dagur hjá okkur mæðgum, hófst með heimsókn til langalöngu Ágústu, ferð upp í dansskóla til að horfa á paso tíma, viðkoma á Þjóðminjasafninu til að berja Ketkrók augum, hádegisstopp hjá Auði og drengjunum dýrlegu og svo að sækja AFO í vinnuna.
Þegar heim var komið bjó eiginmaðurinn til heitt súkkulaði og við gæddum okkur á flatkökum og hangikjöti, tókum smá tiltekt, settum jóladúkinn á borðið og tókum af rúmum. Ég og Ára fórum út í garð og tíndum allt ruslið og frusum næstum í hel á meðan, þökk sé nýju úlpunni minni að ég varð ekki úti!
Enduðum síðan á árlegum sið - Hamborgarabúllunni með Gumma frænda og Haffa frænda þar sem við gúffuðum í okkur góðum borgurum - skata hvað?
Núna er einkadóttirin sofnuð, bóndinn í bænum að redda síðustu gjöfinni *blikk blikk*, ég búin að kveikja á kertum, bara eftir að setja hreint á rúmið og síðan mun ég leggjast upp í og halda áfram með Larsoninn - tæpar 400 síður komnar og ég rétt rúmlega hálfnum!
Núna er einkadóttirin sofnuð, bóndinn í bænum að redda síðustu gjöfinni *blikk blikk*, ég búin að kveikja á kertum, bara eftir að setja hreint á rúmið og síðan mun ég leggjast upp í og halda áfram með Larsoninn - tæpar 400 síður komnar og ég rétt rúmlega hálfnum!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli