fimmtudagur, desember 10, 2009


Það voru nú heldur betur stoltir foreldrar...(varist að lesa ef þið eruð viðkvæm fyrir grobbi)


sem gengu út úr Heilsugæslunni í Glæsibæ í dag. Einkadóttir þeirra hafði nýlokið við tveggja og hálfs árs skoðun og kom svona líka glimrandi vel út og skoraði fullt hún stiga. Við vissum auðvitað að hún væri klár stelpuskottan en ekki snillingur! DJÓK


En að öllu gamni slepptu þá stóð hún sig alveg ferlega vel og undirrituð fékk tár í augun þegar kjaftaði af henni hver tuskan við hjúkkuna þegar hún var að teikna mynd af sér að róla og hún var í rólunni og mamma og pabbi voru fyrir aftan að ýta og svo bætti hún við rigningu og prinsessurúminu, sænginni og lakinu sínu. Gerði síðan frekar bjagaðan tölustaf nr. 2 og sagði að hún væri tveggja ára:)


Þekkti alla litina og gat bara gert allt sem hún var beðin um:) Fyndnast fannst mér þegar hún átti að segja eins og hjúkkan: "Við drekkum mjólk" Áran mín enginn mjólkuþambari og svaraði um hæl: "Ég drekk djús!"


Ég leyfi mér að taka eitt svona montkast í þetta sinnið enda yfir mig ánægð með litlu skottuna mína...

Engin ummæli: