Hún er búin að fatta þetta!
Það tók ekki nema þrjá daga fyrir Áru að átta sig á því að það kæmi gjöf í skóinn á hverjum degi og núna þurfum við ekkert að minna hana á þetta eins og fyrstu dagana, núna er bara rise and shine 6:30 (jú var betra þegar hún fattaði ekki og svaf lengur:)) og tjékkað í skóinn.
Í morgun rauk hún fram og kallaði "Ég er búin að fá!" Við svöruðum mjög svo svefndrukkin hvort hún vildi ekki koma til okkar og sýna en það stóð ekki á svörunum: "Neibb ekki þarna inni í dimmunni!" Ætlaði sko að ná foreldrum sínum fram! Síðan lét hún nú eftir og kom og kveikti ljósið og sýndi okkur en þolinmæði um að fá pabba sinn fram var nú ekki meiri en svo að hún sagði: "hey pabbi komdu, ég nenni þessu sko ekki!" Við vitum bæði upp á okkur sökina að þetta er eittthvað sem við segjum bæði þegar hún hlýðir okkur ekki:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli