Fyrsta lifandi tréð okkar er komið út á svalir...
Völdum okkur ljómandi fínt tré í gær og núna klæjar mig í fingurna að fara að setja það upp en þarf að bíða fram á næsta sunnudag en þá verður búið að bóna dúkinn okkar og svona, haldiði að það verði huggulegt á Laugarnesveginum, nýbónað gólf og lifandi stórt tré:)
Niðurtalning í jólafrí er sko hafin og núna eru ekki nema fjórir vinnudagar eftir, fjórir easy vinnudagar, kaffihúsaferð, félagsvist og litlu jól. Það held ég nú!
Ég hef sjaldan verið í jafnmiklum jólaspenning og hlakka ótrúlega mikið til að vera fyrstu jólin heima hjá okkur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli