fimmtudagur, september 30, 2004

Í gær fór ég út á lífið sem var mjög gaman og ekki nóg með það þá hef ég sjaldan komið jafn seint heim til mín, ég gekk upp 120 tröppurnar á sama tíma og kvensurnar mínar heima voru að mæta í pumpið!! Ástæðan fyrir þessari löngu dvöl minni var sú að eftir að hafa farið á Grigua (þar sem Lisa vinnur) fórum við á stað sem heitir Mjólk eða Latte á máli innfæddra, nafnið var samt MILK.

Þarna var án efa spiluð skemmtilegasta tónlist sem ég hef heyrt síðan ég kom hingað. Einmitt svona tónlist sem ég elska að dansa við. Og ég sló ekki slöku við á dansgólfinu heldur tók allt sem ég kann, latin, hip hop, afró, stepp, flamengo, tjútt, rock´n role (enda gamall Íslandsmeistari frá 1990), það má segja að ég hafi gjörsamlega verið óstöðvandi þarna enda voru svitakirtlarnir í essinu sínu og líkaminn hreinlega öskraði á sturtu þegar heim kom. Eftir að hafa skellt í mig special K (enda kominn morgun) lagðist ég örmagna upp í rúm og svaf til hádegis. Þá tók ítalskan við. Í dag vorum við að læra að vísa veginn, aldrei þessu vant gat ég svarað öllu sem ég var spurð um, kennarinn á það nefnilega til að leggja nemendur í einelti sem svara einu sinni rangt. Eitt skiptið gat ég ekki svarað honum rétt hvað klukkan væri, (ég tók svona panic eins og maður tekur stundum þegar maður er tekinn upp) hann spurði mig þess vegna 7 sinnum í sama tímanum hvað klukkan væri, svona til ég myndi nú örugglega ná þessu! Che ora é? Sono le undici meno ventidue!

Í gær fékk ég líka óstöðvandi hláturskast inni á klósettinu á Grigua. Þar stóð ég í röð ásamt tveimur strákum og þetta var eitthvað svo óþægilegt og mér fannst þetta allt í einu svo fyndið, engin talaði og eitthvað, ég veit ekki af hverju.....þannig að ég snéri mér svona undan og fór að hlæja, ég fattaði samt ekki að það var spegill svona ská í bakið á mér og gaurarnir sáu að ég var skellihlæjandi, æj þetta eru eitthvað svo fyndnar aðstæður. Ég veit að Álfrún veit alveg hvað ég er að fara.......ég stökk síðan inn á baðið og tók eitt stykki partýprump, það var fyndið en ég held samt að engin hafi heyrt það:)

Í kvöld er enn eitt Erasmus kvöldið á bar Puorto Banana, ég ætla hins vegar að halda mig heima og glápa á vinkonur mínar í kynlífi og borginni.

p.s. búin að setja inn nýjar myndir...hey fyndið p.s. er einmitt að lesa Da Vinci lykilinn, hann bara spennandi

Þangað til næst lifið heil
Ciao Bella (n)

Engin ummæli: