Ég eignaðist fallega gula treyju áðan þegar foreldrar mínir og minnsta systir komu heim frá Danmörku. Alveg nákvæmleg eins og mig langaði í:)
Ég var kannski ekki búin að opinbera það að ég mun fljúga til New York þann 30. sept og koma til baka á afmælisdaginn minn þann 6. okt. Sem er ansi skemmtilegt í ljósi þess að ég átti að fæðast þann 30. sept en kom svo ekki fyrr en 6. okt...
Ég er því komin með langan innkaupalista, ekki bara fyrir mig heldur tengdó, pabba, Hörpu og fleiri.
Til að mynda langar mig í fleiri unit með TIVOLI útvarpinu mínu og svo auðvitað Ipod eins og allir eiga og svo auðvitað endalaust af fötum og nærfötum, VICTORIA SECRET HERE I COME! Síðan ætla ég líka að kaupa fullt af barnafötum....þar sem ég er svona eiginlega að verða skáskáfrænka:)
Svo og líka alveg einkar hentugt að eiga afmæli þarna í framhaldi af þessu. Elskurnar mínar gefið mér bara pening...
Verð að þjóta núna, er að fara að vera módel í skrautnöglum, þýðir ekkert annað en að vera töff flokkstjóri!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli