miðvikudagur, júní 15, 2005

Hádilíhó

Var að koma úr vinnu og verslun. Þurfti nauðsynlega eftir vinnu að fara og versla mér shampoo og hárnæringu, curl dæmi, gloss og krem hjá henni fósturmömmu minni (Steinu). Eðal píur geta ekki verið án þess að nota almennilegt shampoo og næringu, hvað þá glimmer gloss og Clarins krem. Gerist ekki betra:)

Tókum nettan göngutúr um Eyjuna í dag. Aðeins að sýna krökkunum svæðið. Hugmyndir komu upp að hafa þrekhring og fleira. Ég tók með mér sippuband og frispí og strákarnir fótbolta. Ég kom með sniðugar hugmyndir um þjálfunaræfingar með verkfærin. Taka malarhrífu og reyna að halda bara í endann á henni og lyfta upp, frekar mjög erfitt. Síðan að halda á arfasköfu og reyna að stökka jafnfætis yfir hana. Skemmtileg tilbreyting hjá mér alltaf í vinnunni sem krakkarnir elska. Tvær stelpur minni en ég og ég er farin að kalla þær litlurnar mínar, þær hata það ekki frekar en ég:)

Er að hita mér mozarella brauð, sé fram á æfingu á body jam hérna í stofunni heima enda með húsið fyrir mig eina.

Á morgun er samt massívur dagur, kenna upp úr sex, vinnan í Eyjunni, skemmtikraftur í steggjapartý (eins og ég kýs að kalla mig), kenna aftur og síðast en ekki síst LEIKUR...verðum að taka Fylki.

Segjum það krakkar:)

Engin ummæli: