mánudagur, júní 06, 2005Æ ég er nú fegin að kallinn er ekki svona...

Annars var ég að panta mér far til Danmerkur. Fer þann 18. ágúst og kem aftur til baka þann 27. og með afa í farteskinu. Verð hjá honum á Fjóni og kíki alveg pottþétt eitthvað til Köben á Strikið. Væntanlega samt ekki til að versla því ég ætla gera það í New York í sept/okt.
Ég og afi ætlum að hjóla af okkur rassgatið og hafa það notalegt saman. Hann á reyndar pottþétt eftir að taka upp á því að tala bara dönsku við mig en þá svara ég honum bara á ítölsku...:)

Hlakka til og mikið er nú sumarið indælt:)

Engin ummæli: