fimmtudagur, júní 02, 2005

Ég dýrka að það er búið að vera sól nánast upp á hvern einasta dag síðan "Fríið mitt byrjaði". Ætla einnmitt að bregða mér í sund og sóla búkinn. Vona samt að það verði ekki ljósmyndarar frá þessu helv...Hér&Nú blaði sem taka sér leyfi til þess að mynda bara hvern sem er að ganga um bakkana og skrifa svo einhvern texta um manneskjuna. Sé fyrir mér mynd af mér í nýja röndótta bikiníinu og svo smá pistil:

Þessi skokkaði ýkt hress út úr búningsklefanum en rann aðeins til, bjargaði sér samt vel til að passa coolið. Smellti sér í steinapottinn og lét fara vel um sig. Smart að vera svona í röndóttu!

Svona voru pistlarnir um greyið fólkið. Ég myndi brjálast ef það kæmi svona um mig!

Annars lítur út fyrir að skipulag mitt standist ekki. Þegar ég kom frá Ítalíu sagði ég að ég myndi nú væntanlega ekkert komast til útlanda á þessu ári þar sem ég var svona lengi á Ítalíu og ferðaðist mikið. En nei, núna lítur út fyrir að ég fari til Danmerkur í ágúst, New York í sept/okt og við Andri erum enn að gæla við það að vera erlendis yfir áramótin (Barcelona, París). Það vantar ekki aurinn á þessum bænum það er nokkuð ljóst hahaha...en ef þetta gengur upp þá á ég eftir að brosa hringinn:)

Fór einmitt að heimsækja hana Láru í gær og skoða nýju íbúðina hennar og ALLT ógeðslega flotta dótið sem hún keypti í Baltimore. Ég er ekki frá því að það hafi vottað fyrir smá öfund.

Desperate í kvöld og kósíheit...
Bústaður og tjill um helgina...

Svona á lífið að vera
Njótið veðurblíðunnar:)

Linda H.

Engin ummæli: