sunnudagur, júní 05, 2005

Sólarhringsferðalagið gerir gæfumuninn

Lögðum af stað út úr bænum um fimmleytið í gær og vorum mætt í Brekkuskóg að ganga sjö. Þar tók á móti okkur þvílíkar kræsingar og afmælishjúin Addi Johns og Inga trúður. Stemningin var góð, Beysi og Ólöf og svo gomma af liði sem við þekktum ekki neitt. Grillpinnar, rauðvín, Gummi Torfa, snakk og önnur sætindi runnu ljúflega niður. Hjúin voru í essinu sínu og var ekki skriðið upp á svefnloftið fyrr en um fjögurleytið og þar hjúfruðum við okkur saman, Doktor, ég og Beysi og Ólöf. Þau síðarnefndu á vindsæng og mikið var nú freistandi að taka tappann úr sænginni...lét það vera í þetta sinnið.

Svona litlar ferðir kann maður vel að meta þegar maður er footballers wife, vonandi verða enn fleiri svona á "öllum" fríhelgunum í sumar.

Á fösudaginn skellti ég mér í gott boð hjá Álfrúnu. Þar uppgötvaði ég bjórinn á nýjan leik (hélt mér þætti hann svo vondur en hann er fínn í hófi að sjálfsögðu) en ég hef verið í pásu frá honum í langan tíma. Þetta er Daninn í mér:) Mikið var upp djúpar samræður um lífsgæðakapphlaupið, Íslendinga og hvernig maður finnur lífshamingjuna, við vorum sko alveg með það á hreinu. Alltaf gaman að hitta ykkur Bára og Álfrún.

Á morgun hefst svo sumarvinnan og við hjúin verðum hjá sama yfirleiðbeinanda og mætum zu sammen á Ásmundasafn í fyrramálið. Rómó:)

Lilly

Engin ummæli: