fimmtudagur, júní 23, 2005

Náði að redda miðum á hálfvirði fyrir mig og ormana á frumsýningu á War of the worlds á næsta miðvikudag kl. 15:00. Þennan dag er einmitt hópadagur hjá okkur og núna elska þau mig fyrir að hafa gert þetta;)

Á morgun er líka fræðsludagur hjá Rauða krossinum...umræðuefnið er sjálfsmynd og geðheilsa. Gott tjill að ég held og maður getur mætt í sparidressinu, smá tilbreyting frá grasgrænum buxum, vinnuhönskum og sveittu hári.

Annars var ég búin að ákveða að leggja mig frá 15:45 til 16:45 en er ekki að standa við það, tek hálftíma á þetta núna og verð vonandi spræk fyrir rpm og leik kvöldsins FRAM-Grindavík. Öss maður byrjar að titra við það að skrifa þetta. Ótrúlegt hvað þessi bolti leggst mikið á sálartetrið mitt!

Arrivederci
Lilly

Engin ummæli: