mánudagur, júní 13, 2005

Rómantískur kvöldverður:)

Ég og minn heitelskaði ákváðum að matreiða eitthvað á ítalska vísu í kvöld svona til að rifja upp góðar minningar frá Genova og einnig að nýta tækifærið þar sem við erum nú ein í kotinu, Grunnurinn is all ours. Ekki bara efri hæðin og kjallarinn heldur öll byggingin. Öll hin sem búa hérna eru stödd einhvers staðar á hinum Norðurlöndunum.

Ég hefði trúað því að þetta tæki svona langan tíma ef við hefðum verið að elda eitthvað gúrme en þar sem vorum bara með brauð í ofni með hvítlauksolíu, mozzarella (Santa Lucia), basilikum og túmötum (eins og Doktor kýs að kalla þá) og salat með fetaosti er hreint ótrúlegt að við þurftum að fara 5 sinnum í búð og 1 sinni á pizzastað...ótrúlegt en satt!

Fyrst fórum við saman í Krónuna hér í hverfinu, klukkan var ca. 17:00 enda ætluðum við að vera tímanlega í þessu. Þar var ekki til ferskur mozzarella og ekki basilikum. OK Andri segist redda því og gerir það með stæl og kemur heim með gommuna af ferskum Mozzarella þannig að þetta verður matreitt næstu daga. Því næst uppgötvum við að það er ekki til hvítlaukur og Doktor klikkaði smá og gleymdi basilikunni. Ég er alltaf viljug til að skjótast og fer aftur í Krónuna, engin hvítlaukur þar og engin basilika. Fer í 10/11, engin hvítlaukur en fæ basiliku krydd. Litlan deyr nú aldrei ráðalaus og fer á Pizzahöllina til að sníkja hvítlauksolíu og viti menn hvítlauksolían er búin! Starfsmaðurinn var samt svo indæll og gaf mér brauðstangaolíu sem var með einhverjum hvítlauk í. Þá kem ég heim og byrja að græja brauðið og Andri salatið, þegar fetaosturinn er tekinn út úr ísskápnum kemur í ljós mygla dauðans og loðið grænt yfirborð. Ég aftur af stað og enn og aftur er förinni heitið í Krónuna og keyptur er feta. Loksins loksins gátum við sett brauðið í ofninn og eftir fjögurra tíma undirbúninginn snæddum við okkur á þessari dýrindis máltíð:) Ég segi nú bara til allrar hamingju er maður ekki að elda ofan í stórfjölskylduna á hverjum degi!

Þetta var eldamennska dagsins
Annars er maður búin að bronsa sig vel á viðEyjunni í dag og komin með ágætis rónakraga.
Krakkarnir eru yndislegir og ég reyni að láta völdin ekki stíga mér til höfuðs.

Segjum það folks
Lilly

Engin ummæli: