mánudagur, júní 27, 2005

Fótbolti fótbolti fótbolti...

Svona fór fyrir kallinum í gær og í framhaldi af því var 5 tíma bið á Bráðamóttökunni. Þökk sé yndislegum vinum okkar þeim Adda og Ingibjörgu að við létum ekki lífið sökum hungurs. Þau voru svo góð að færa okkur risapizzu og kók sem við snæddum undir öfundsverðum augum félaga okkar á vaktinni.



Ég mun definetly muna það næst að fara beint í sjúkrabíl ef þetta gerist aftur...sem vonandi verður aldrei!

Mikil þreyta fylgdi þessu örlagaríka kvöldi og sé ég fram á góða lagningu.

En að meira hressandi málum, föstudagskvöldið var hressandi en þá skelltum við vinkonurnar okkur á vinnuskóladjamm. Fórum á Hressó sem var hressandi en svo var ekki alveg eins hressandi að fara í vinnuna á laugardeginum, slapp þó alveg við Lindu í adidas!


Þessar voru ýkt hressar, sú lengst til vinstri náði eitt sinn langt í Elite keppninni og sú til hægri fór sem módel til New York. Þessi í miðjunni hefur ekki enn náð langt í módelbransanum!

Njótið vikunnar
Sjúkrabíllinn

Engin ummæli: