Í dag er loksins kominn frídagur hjá mér og mikið var ég búin að hlakka til að sofa út eftir mjög svoooooo strembna 8-16 viku + 17 kennda tíma á síðustu tveimur. En nei þá gleymi ég því alveg að þegar menn eru að fara að keppa fótboltaleik kl. 14:00 þýðir ekkert að vakna um 11:00 og vera sprækur, þá þarf að vakna 8:30 til að geta fengið sér að borða og lesa blöðin og gíra sig upp. Það sem meira er, minn maður stakk upp á því að stilla klukkuna hálf níu þannig að við gætum snúsað til svona níu og farið svo fram úr. Takið eftir VIÐ að snúsa. Þá minnti ég hann á að yfirleitt er það ég sem sé um þau mál því hann rumskar ekki við klukkuna, hvað þá síma, ljós í augu eða annað slíkt. En ok þar sem ég geri nú allt fyrir hann og sérstaklega þegar leikur er í húfi þá sló ég til og stillti klukkuna 8:30. Nákvæmlega á slaginu 8:30 vakna ég og þreföld snúsing mín hófst. Eftir það gafst ég upp og sagði honum drífa sig fram úr og fara að lesa Lesbókina (maður veit hvað virkar). Það fór um mig hrollur þegar ég lagðist upp í aftur og hugsaði til þess að sofa í svona tvo tíma en þá kom ellin yfir mig, ég bara gat ekki fest svefn aftur, stífluð í nefi, 30 byltur og sængin komin í annan endann í verinu gerðu það að verkum að mér fannst ég rétt ný sofnuð þegar klukkan hringdi aftur.
Núna er ég samt alveg sátt og ætla bregða mér í Baðhúsið og hjóla aðeins með henni Ingibjörgu, hún þarf að svitna úr sér áfengi svo hún geti tekið vel á því í kvöld því þá erum við að fara í þrítugsafmæli hjá Grétu. Þrítugsafmæli já!
Það er ekki hægt að segja annað en maður sé að verða gamall:)
Hafið það gott það sem eftir lifir helgi
Linda
Engin ummæli:
Skrifa ummæli