Feita barnið á myndinni í færslunni hér á undan er ekki litla snúlla eins og einhver ku hafa haldið...
enda barnið sláandi líkt föður sínum en myndin er tekin á feita feita tímabilinu hans:)
Við fengum góða heimsókn í dag frá stöllunum Möggu og Sigríði og þær komu með gómsætan Jóamat með sér, eitthvað sem ég kann virkilega vel að meta. Finnast ekki betri kókoskúlur en hjá honum. Við lásum saman yfir lokaverkefnið hjá Síu og ég spái 9, 5 fyrir stykkið og tilnefningu til verðlauna! Þá heimta ég að mitt nafni komi einhvers staðar fram sem prófarkalesari!
Síðan fundum við út úr nýju græjunni sem ég var að eignast. Sling nokkuð komið alla leið frá Ameríkunni. Þarna liggur barnið og lætur fara vel um sig á meðan mamman er með báðar hendur lausar. Frekar fyndnar samt alltaf þessar útskýringar sem Kaninn hefur á vörunum sínum:
- DO NOT allow carrier or blanket to cover infant´s face or restrict air flow-check frequently!
- DO NOT leave infant unattended in sling.
- NEVER bend forward from waist with infant in sling. For use by adults while standing or walking-DO NOT run, jog, bike or operate a vehicle while using sling (oh ég sem ætlaði með hana út að hjóla í þessu haha djók...)
- Og að lokum Never use as a swing!
-læt eina mynd fylgja með af litlu að kúra í slinginu-
Engin ummæli:
Skrifa ummæli