Kvöldmatarfélagar...
Ég og Andri erum komin með kvöldmatarfélaga. Þau heita Arna og Bjarni og eru mjög skemmtileg. Alltaf þegar nálgast kvöldmat og við erum í miklu basli að ákveða hvað skal eta (sem er alveg endalaust leiðinlegt að ákveða) hringjum við í þau og viti menn þau eru í sömu stöðu. Þá ákveðum við í sameiningu einhvern afar hollan og góðan skyndibita og gæðum okkur á því saman. Mæli með þessu fyrirkomulagi;) En að öllu gríni slepptu þá tókum við þetta tvisvar um helgina, mjög svo hressandi og litla daman er því búin að fara í heimsókn alla leið vestur í bæ.
Við fórum líka í afmæli um helgina og prufukeyrðum vagninn tvisvar. Það var afar hressandi. Ég set hérna nokkrar myndir fyrir áhugasama...




Jæja ég er farin að gera eitthvað af viti. Brjóta saman taubleyjur eða eitthvað...Annars á ég von á nokkrum gestum í dag, hvað annað?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli