mánudagur, apríl 02, 2007

Kvöldmatarfélagar...

Ég og Andri erum komin með kvöldmatarfélaga. Þau heita Arna og Bjarni og eru mjög skemmtileg. Alltaf þegar nálgast kvöldmat og við erum í miklu basli að ákveða hvað skal eta (sem er alveg endalaust leiðinlegt að ákveða) hringjum við í þau og viti menn þau eru í sömu stöðu. Þá ákveðum við í sameiningu einhvern afar hollan og góðan skyndibita og gæðum okkur á því saman. Mæli með þessu fyrirkomulagi;) En að öllu gríni slepptu þá tókum við þetta tvisvar um helgina, mjög svo hressandi og litla daman er því búin að fara í heimsókn alla leið vestur í bæ.

Við fórum líka í afmæli um helgina og prufukeyrðum vagninn tvisvar. Það var afar hressandi. Ég set hérna nokkrar myndir fyrir áhugasama...

Daman er ekki spennt fyrir snuði en þessi týpa pussycat að nafni virðist vera að gera ágæta hluti þrátt fyrir að sú litla þykist stundum kúgast þegar hún fær hana!
Horfir á mömmu sína og hugsar örugglega ji hvað hún er skrýtin! (Allaveganna af svipnum að dæma)
Gönguferð í Dalnum góða. Takið eftir hárgreiðslunni, þær finnast ekki betri í bransanum!
Semí bros en er alveg eiginlega farin að skella upp úr enda foreldrarnir með eindæmum fyndnir og skemmtilegir:)

Jæja ég er farin að gera eitthvað af viti. Brjóta saman taubleyjur eða eitthvað...Annars á ég von á nokkrum gestum í dag, hvað annað?


Engin ummæli: