þriðjudagur, apríl 10, 2007


12 ár á milli barna?


Ég komst að því í dag að ef ég eignast fleiri börn þá ætla ég pottþétt að hafa svona ca. 12 ár á milli! Svava systir kom og var með okkur mæðgum frá hádegi og vá þvílík þjónusta að vera með svona barnapíu. Ég ryksugaði, gekk frá í eldhúsinu, breytti í stofunni og ég veit ekki hvað og hvað. Síðan smurði hún ofan í mig flatkökur á meðan ég gaf og færði mér að drekka....


Litla verður því orðin fordekruð þegar hún eignast loks systkini og þá fer hún beint í það að passa og svona hahaha


Síðan löbbuðum við allar saman niður í skóla og kíktum í heimsókn, starfsdagur hjá kennurum og rífandi stemning eins og gengur og gerist á slíkum dögum. Litla gekk manna á milli og var ótrúlega ánægð að hitta loksins allt þetta fólk sem hún var búin að heyra í frekar lengi. Hún vildi síðan aðeins fá að drekka pínu og ropaði síðan eins og versti karlmaður yfir alla kennarastofuna!


Síðan röltum við upp á Grunninn og fengum okkur kaffimat, yndislegt veður alveg og við ótrúlega sáttar með daginn. Orlofið flýgur áfram...


Þetta eru góðir dagar...


Engin ummæli: